Nú rétt í þessu var forkeppni að klárast í A-flokki og okkar fólk stóð sig með prýði.
Skagfirðingur mun eiga sex fulltrúa í milliriðli A-flokkskeppinnar.
Í topp 30 var Hrannar frá Flugumýri sem Eyrún Pálsdóttir sýnir efstur með 9,06
Þórarinn Eymundar er með Narra frá Vestri-Leirárgörðum í 13.sæti með einkunina 8,70
Tóti var líka með hana Brigðu frá Brautarholti og hún lenti í 15.sæti með einkunina 8,68,
Mette Mannseth var með Hnokka sinn í 19.sæti með einkunina 8,64
Líney Hjálmarsdóttir sýndi Kunningja frá Varmalæk í dag og endaði í 21.og22.sæti með
einkunina 8,62.
Sigurður Rúnar Pálsson og Seiður frá Flugumýri II enduðu í 25.sæti með einkunina 8,57.
og að lokum náði meistari Magnús Íbsen inn í milliriðil með hann Snilling sinn frá Íbishóli
og hlutu þeir í einkunn 8,56 í 26.-27.sæti.
Aðrir Skagfirðingsfélagar voru nærri því að komast áfram.
Til hamingju !!