Uppskeruhátíð polla, barna og unglinga var haldin síðastliðin föstudag (30.nóvember).
Formaður félagsins Skapti Steinbjörnsson afhenti yngstu kynslóðinni sínar viðurkenningar.
Krakkarnir í pollaflokki fengu viðurkenningar fyrir sína þátttöku en pollar hjá Skagfirðing í ár voru:
Hjördís Halla Þórarinsdóttir
Gígja Rós Bjarnadóttir
Fanndís Vala Sigurðardóttir
Þórður Bragi Sigurðarson
Sveinn Jónsson
Ingimar Hólm Jónasson
Margrét Katrín Pétursdóttir
Grétar Freyr Pétursson
Arnheiður Kristín Guðmundsdóttir
Elísa Hebba Guðmundsdóttir
Pétur Steinn Jónsson
Boðið var upp á pizzu og gos fyrir alla og bræðurnir Róbert Smári og Ingi Sigþór komu og tóku nokkur lög úr Grease fyrir krakkana áður en verðlaunaafhending hófst.
Tilnefnd í barnaflokki voru:
Orri Sigurbjörn Þorláksson
Þórgunnur Þórarinsdóttir
Kristinn Örn Guðmundsson
Trausti Ingólfsson
Flóra Rún Haraldsdóttir
Arndís Lilja Geirsdóttir
Sara Líf Elvarsdóttir.
Í ár var það Þórgunnur Þórarinsdóttir sem var knapi ársins 2018 í barnaflokki en hún náði frábærum árangri í sumar.
Unglingaflokkur var fjölmennur í ár hjá Skagfirðing. (Katrín Ösp tekur við verðlaunum fyrir systur sína Freydísi Þóru)
Þeir sem fengu tilnefningu voru:
Björg Ingólfsdóttir
Freydís Þóra Bergsdóttir
Júlía Kristín Pálsdóttir
Í Þessum flokki var frekar mjótt á munum en það var Björg Ingólfsdóttir sem var knapi ársins í unglingaflokki árið 2018 eftir frábæran árangur á keppnisbrautinni.
Æskulýðsnefnd Skagfirðings ákvað að veita verðlaun í báðum flokk fyrir góða ástundum og framfarir.
Þórgunnur Þórarinsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góða ástundum í barnaflokki og Stefanía Sigfúsdóttir í unglingaflokki.
Fyrir góðar framfarir fékk Orri Sigurbjörn Þorláksson viðurkenningu í barnaflokki og Jódís Helga Káradóttir í unglingaflokki.