Uppskeruhátíð var haldin á laugardagskvöldið 11.nóvember sl. í Ljósheimum.
Hestamannafélagið Skagfirðingur og Hrossaræktarsamband Skagfirðinga bauð upp á frábæra kökuveislu og kaffi og veitt voru veglegar viðurkenningar.
Það má með sanni segja að Þórarinn Eymundsson hafi verið sigurvegari kvöldsins.
.
Tvær heiðursverðlaunahryssur voru heiðraðar Kolbrá frá Varmalæk og Hvítasunna frá Sauðárkróki
Hæst dæmda kynbótahross Skagafjarðar var Þórálfur frá Prestsbæ
Ræktunarbú ársins var valið Prestsbær ehf
Knapi ársins í eftirtöldum flokkum voru verðlaunaðir
Barnaflokk
Þórgunnur Þórarinsdóttir
Unglingaflokk
Guðmar Freyr Magnússon (Magnús B Magnússon tók við verðlaunum fyrir Guðmar)
Ungmennaflokk
Finnbogi Bjarnason
Áhugamannaflokk
Helga Rósa Pálsdóttir
Gæðingaknapi ársins
Skapti Steinbjörnsson
Íþróttaknapi ársins
Þórarinn Eymundsson
Knapi ársins
Þórarinn Eymundsson
Allar myndir tók Rósa María Vésteinsdóttir