45410438_309864702943552_8076918834600083456_n.jpg

Árshátíð og uppskeruhátíð Skagfirðings var haldin laugardaginn 3.nóvember í Melsgili.
Veislustjóri kvöldsins var Ingimar Ingimarsson á Ytra- Skörðugili.

Veitt voru verðlaun fyrir afreksknapa ársins og félaga ársins.
Stefán Logi Haraldsson stjórnarmaður LH og Skagfirðingur flutti ávarp
og gefnir voru folatollar undir fjóra gæðinga, Kná frá Ytra – Vallholti,
Nóa frá Saurbæ, Glúm frá Dallandi og Skutul frá Hafsteinsstöðum.

Helga Sig framreiddi þriggja rétta máltíð og hljómsveitin Staksteinar
léku fyrir söng og dansi fram á nótt.

Knapi ársins var Sina Scholz en hún náði frábærum árangri með
hestinn sinn Nóa frá Saurbæ en þau voru meðal annars í A-úrslitum
í A-flokk á Landsmóti, sigruðu B-úrslit og lentu í 6.sæti í fimmgang
á Íslandsmóti ásamt því að sigra A-flokk á Félagsmóti Skagfirðings og fimmgang á íþróttamóti UMSS.

Í fyrsta skipti var kosinn félagsmaður ársins þar sem allir félagsmenn Skagfirðings gátu kosið þann sem vann öturlega fyrir félagið á árinu. Í ár var félagi ársins Unnur Rún Sigurpálsdóttir.

Tilnefnd til íþróttknapa ársins voru Sina Scholz, Rósanna Valdimarsdóttir og Mette Mannseth.
Mette Mannseth var íþróttaknapi ársins þetta árið en hún náði frábærum árangri á íþróttamóti UMSS í vor.

Til gæðingaknapa ársins voru Sina Scholz, formaðurinn Skapti Steinbjörnsson og Egill Þórir tilnefnd.
Skapti Steinbjörnsson sigraði gæðingaknapa ársins annað árið í röð en hann sigraði
B-flokk og lenti í 2.sæti í A-flokk á Fákaflugi og Félagsmóti Skagfirðings.

Til skeiðknapa ársins voru tilnefnd Elvar Einarsson, Finnbogi Bjarnason og Þórarinn Eymundsson.
Þetta er í fyrsta skipti sem þessi verðlaun eru veitt og í ár sigraði Elvar Einarsson en hann
var meðal annars í 7.sæti á Landsmóti og sigraði 250 og 150 metra skeið á íþróttamóti UMSS.

Í áhugamannaflokki voru tilnefnd Sveinn Brynjar Friðriksson, Sveinn Einarsson og Birna Sigurbjörnsdóttir. Birna sigraði þennan flokk en hún sigraði tölt og var í öðru sæti í sínum flokki á íþróttamóti UMSS ásamt góðum árangri í Skagfirsku mótaröðinni í vetur.

Í ungmennaflokk voru Guðmar Freyr Magnússon, Unnur Rún Sigurpálsdóttir
og Viktoría Eik Elvarsdóttir tilnefnd.
Í þessum flokki var mjótt á munum en Viktoría Eik var knapi ársins
í ungmennaflokki en hún var í úrslitum á Landsmóti og Íslandsmóti ásamt góðum árangir á íþróttamóti UMSS.

45410438 309864702943552 8076918834600083456 n
45396832 255549951800231 5092275739110146048 n45571206 2238559396381313 2759504547670917120 n45426793 169045440714061 9188308602455064576 n
45389601 423687441497168 8198722715545239552 n45314976 1086302501544469 566288805162647552 n45507640 502796893568903 866776313602506752 nUngmennaflokkur, Viktoría Eik, Unnur Rún og Guðmar Freyr 

Deila færslu