Áríðandi tilkynning til allra knapa í gæðingakeppni Landsmóts, allra flokka!!!
Stjórn LH og keppnisnefnd LH hafa eftir íhugun ákveðið að leyfa að sérstök forkeppni fari til reynslu fram upp á þá hönd sem knapar kjósa. Hingað til hefur hún einungis verið riðin á vinstri hönd sem er eiginlega ekki í anda gæðingakeppninnar þar sem verið er að leita að besta hestinum, ekki þeim sem er bestur upp á vinstri hönd og því mega knapar í milliriðlum kjósa upp á hvora hönd þeir ríða og meira að segja snúa við, og í úrslitum eru öll atriði sýnd upp á báðar hendur.
Því þurfa þeir knapar sem hafa áunnið sér keppnisrétt á Landsmóti núna á Hólum að tilkynna sínum hestamannafélögum sem skila skráningum til LH, upp á hvora hönd þeir vilja ríða sína sérstöku forkeppni, hægri eða vinstri.
Það er mjög áríðandi að allir láti vita, líka þeir sem áfram ætla að ríða upp á vinstri hönd, svo klárt sé að allir séu upplýstir um þennan möguleika og fái að ríða upp á þá hönd sem hentar þeirra hesti best
Með Landsmótskveðju