Sjálfboðaliðar á LM16 – Umsóknarfrestur 15. maí
Sjálfboðaliðar að störfum, Hella 2014
Landsmót hestamanna hafa í áranna rás verið borin uppi af óeigingjörnu framlagi sjálfboðaliða úr hestamannafélögum landsins. Sami eldmóður og hugsjón einkenna starfið í dag og í upphafi og margir sjálfboðaliðar gefa vinnu sína ár eftir ár. Gífurlegur undirbúningur liggur í að skipuleggja Landsmót og til að mæta kröfum nútímans um aðbúnað og skipulag reisum við heilt þorp fyrir allt að 15.000 manns.

Framlag sjálfboðaliða er því gríðarlega mikilvægt og skiptir höfuðmáli til að gera umgjörð mótsins sem glæsilegasta.

Sjálfboðaliðar sem taka þátt í Landsmóti vinna a.m.k. þrjár vaktir á meðan á mótinu stendur. Þeir sem eru áhugasamir geta þó að sjálfsögðu tekið að sér fleiri vaktir því verkefnin eru næg. Hver vakt varir í 6 klukkustundir og er sjálfboðaliðum skipt niður í hópa sem fá síðan úthlutað ákveðið ábyrgðarsvið eða verkefni.
Nánari upplýsingar um sjálfboðaliðastarfið má finna hér
http://www.landsmot.is/is/upplysingar/sjalfbodalidar

Til að sækja um þarf að fylla út umsókn og senda góða andlitsmynd með umsókninni á johanna@landsmot.is

Deila færslu