Opið WR íþróttamót UMSS og Skagfirðings í hestaíþróttum verður haldið að Hólum 20.-22. maí

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
Opnum flokki T1, T2, V1, F1, gæðingaskeiði PP1 og 100 m. skeið P2.
Skeiðgreinar eru opnar öllum.
1. flokkur T3, V2, F2 og T6
2. flokkur T7 og V5
3. ungmennaflokkur T3, V2 og F2
4. unglingaflokkur T3, V2 og F2
5. barnaflokkur T7 og V5

Skráningargjöld: Opinn flokkur kr. 6000
1. flokkur kr. 4000
2. flokkur, ungmennaflokkur, unglingaflokkur, barnaflokkur og skeiðgreinar kr. 3000

Áætlað er að mótið hefjist klukkan 17:00, föstudaginn 20. maí.

Reiðsýning útskriftanema frá Hestafræðideild á Hólum fer fram í 
hádeginu á laugardeginum.


Hægt verður að fá stíur fyrir keppnishesta á Hólum. Upplýsingar gefur 

Bergur í síma: 898 6755.
Skráning fer fram á sportfengur.com frá kl. 13:00 miðvikudaginn 11. maí 
til kl.24:00 á
sunnudeginum 15. maí.

Mótshaldarar áskilja sér rétt til að fella niður eða sameina greinar ef 
tilskyldum fjölda er ekki náð.

Birt með fyrirvara um breytingar.

Deila færslu