Hestaferðir sumarins!

Farnar verða a.m.k. 3 ferðir í sumar á vegum félagsins.

Jónsmessuferð föstudaginn 24. júní.
Lagt af stað frá Staðarrétt kl. 19:00, riðið fram Sæmundarhlíð að Skarðsá, yfir Langholtið í Torfgarð þar sem verður fírað upp í grillinu. Þaðan getur hver farið sína leið heim.
Þátttaka tilkynnist á netfangið pilli@simnet.is fyrir þriðjudagskvöld 21. júní. Muna að hafa með sér skotsilfur en verði er stillt í hóf.

Kirkjuferð sunnudaginn 31. júlí (um verslunarmannahelgina).

Lagt af stað frá Gilsbakka kl. 10:30, riðið yfir Merkigilið og endað í messu á Ábæ. Sama leið til baka. Kaffi að Merkigili í boði systkina Helga heitins. Gott að hafa skotsilfur til að styrkja gott málefni.

Stóra ferðin verður farin aðra helgina í ágúst, 12. – 14. ágúst
Riðið verður um Vatnsnes í Húnaþingi.
Nánar auglýst síðar.

Ferðanefnd.

Deila færslu