finnb.jpg

finnbSkagfirðingurinn Finnbogi Bjarnason tryggði sér sæti í landsliðinu í hestaíþróttum eftir úrtökumót landsliðsnefndar og Spretts um liðna helgi. Fjórir aðrir tryggðu sig inn í liðið á mótinu samkvæmt sérstökum reglum eða lykli að vali í landsliðið sem landsliðsnefnd LH gefur út hverju sinni en fjórir heimsmeistarar frá HM2015 munu fá að verja titil sinn. HM fer fram í Oirschot í Hollandi í ágúst.

Þeir sem unnu sér sæti í liðinu eru:

Daníel Jónsson með Þór frá Votumýri – fimmgangur F1

Ásmundur Ernir Snorrason með Spöl frá Njarðvík – fjórgangur V1

Jakob Svavar Sigurðsson með Gloríu frá Skúfslæk – tölt T1

Gústaf Ásgeir Hinriksson með Pistil frá Litlu-Brekku – fjórgangur V1 ungm.

Finnbogi Bjarnason með Randalín frá Efri-Rauðalæk – tölt T1 ungm.

Heimsmeistarar frá 2015 eru:

Reynir Örn Pálmason

Guðmundur Björgvinsson

Teitur Árnason

Kristín Lárusdóttir

Þrátt fyrir að Þórarinn Eymundsson og Narri frá Vestri-Leirárgörðum yrðu efstir á Sprettsmótinu í fimmgangi dugar það ekki til að tryggja sér sæti í landsliðinu. Reglurnar segja að stigahæsti 5-gangari í úrtöku að meðaltali úr báðum umferðum fái sætið en ekki endilega sá sem vinnur keppnina. Þeir Tóti og Narri voru sem sagt ekki efstir að meðaltali úr báðum umferðum í forkeppninni sem fram fór á miðviku- og föstudag. Hins vegar sigruðu þeir í úrslitum á sunnudag og þar með mótið.

Ekki er samt útséð enn með sætin sem eftir eru og sagði Þórarinn í samtali við Feyki að hann hljóti að vera orðinn volgur.

Sjá lykil að vali í landsliðið HÉR

Frétt fengin af www.feykir.is

Mynd.Unnur Rún 

Deila færslu