Stefnt er á að fara þrjár ferðir í sumar á vegum Skagfirðings, tvær stuttar og eina lengri.
Jónsmessuferð: Föstudaginn 23. júní. Lagt verður af stað úr Staðarrétt klukkan 18:00,
haldið fram Sæmundarhlíð að Skarðsá.
Þaðan er haldið í austur, yfir Langholtið og í Torfgarð,
þar sem verður grillað.
Fólk getur einnig farið sínar eigin leiðir og mætt í grillið hvort sem það kemur ríðandi eða á annan hátt.
haldið fram Sæmundarhlíð að Skarðsá.
Þaðan er haldið í austur, yfir Langholtið og í Torfgarð,
þar sem verður grillað.
Fólk getur einnig farið sínar eigin leiðir og mætt í grillið hvort sem það kemur ríðandi eða á annan hátt.
Kirkjuferð: Sunnudagurinn 6. ágúst. Farið í messu að Ábæ í Austurdal um verslunarmannahelgina. Nánar auglýst síðar.
Stóra ferð: 11. -13. ágúst. Nú ætlum við að ferðast á heimaslóðum og ríða hring um héraðið.
Áætlað er að hefja ferð og enda á Króknum. Nánar auglýst síðar.
Nefndin.