Íslandsmót yngri flokka á Hólum næsta sumar

Hestamannafélögin Geysir, Skagfirðingur og Sprettur hafa tekið að sér Íslandsmótin 2017 og 2018. Búið er að ákveða hvar Íslandsmót árið 2017 og 2018 verði haldin en næsta sumar mun Íslandsmót fullorðna verða haldið á Helllu af hestamannafélaginu Geysi og Íslandsmót yngri flokka á Hólum af hestamannafélaginu Skagfirðingi. Íslandsmótin verða síðan haldin saman í Kópavogi sumarið […]

Kunningi seldur

Kunningi frá Varmalæk hefur verið seldur til Þýskalands. Kunningi hefur verið farsæll keppnishestur í A-flokki og Fimmgangi þá oftast með Líney Hjálmars sem knapa. Einnig var hann sýndur í kynbótadómi og var með mjög jafnar einkunnir.8,20, h, 8,20, ae, 8,20, Óskum við nýjum eigundum til hamingju með frábæran hest og þeim Bjössa og Magneu til hamingju með góða […]

Mótalisti fyrir 2017

Mótalisti 2017 Hestamannafélagið Skagfirðingur 20. apríl (Sumard. fyrsta)      Firmakeppni                                   Sauðárkrókur 11. maí                                  Kvöldmót – punktamót                    Sauðárkrókur 20. -21. maí                          Íþróttamót – opið mót                       Hólar 10.-11. júní                           Félagsmót og úrtaka               […]

Laufskálaréttin 2016

Laufskálaréttarhelgin er framundan og sem fyrr stútfull af fjölbreyttum viðburðum. Á morgun, föstudagskvöld, hefst veislan með stórsýningu og skagfirskri gleði í reiðhöllinni Svaðastöðum. Meðal atriða stórsýningarinnar er ræktunarsýning Elínborgar og Vésteins frá Hofstaðaseli, Kolla og Karri frá Gauksmýri sýna hvað það er að vera glæsihestur. Þá mæta þeir Siggi Sig. og Ævar Örn og framkvæma […]

KS-deildin 2017

Nú er búið að ákveða keppnisdaga KS-Deildarinnar fyrir veturinn 2017. 22.feb – fjórgangur 8.mars – fimmgangur 22.mars – tölt 5.apríl – Slaktaumatölt – skeið Úrtaka fyrir eitt laust sæti verður haldin 25.janúar. Með kveðju: Stjórn Meistaradeildar Norðurlands.

Umsóknir um styrki úr Íþróttasjóði

Íþróttasjóður ÍSÍ Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Íþróttasjóði sem starfar samkvæmt lögum nr. 64/1998 og reglugerð nr. 803/2008. Veita má framlög til eftirfarandi verkefna: Sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra esm miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkanaÚtbreiðslu- og fræðsluverkefnaÍþróttarannsóknaVerkefna samkvæmt 13. gr. íþróttalaga Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar er […]

Kappreiðarmót og grillveisla

Á föstudagskvöldið síðasta var haldið kappreiðarmót á Sauðárkróki og um leið var boðiðí grill þeim starfsmönnum sem unnu í sjálfboðavinnu á landsmótinu og vormóti Skagfirðings. Einnig var öllum öðrum félögum einnig boðið að vera með og njóta veitinga fram eftir kvöldi. En á kappreiðarnótinu var keppt í greinum sem ekki hafa verið mikið brúkaðar síðustu […]

Gistiaðstaða um Laufskálaréttarhelgina

Torfgarður er til útleigu um Laufskálaréttarhelgina, 23. – 25. sept. n.k. Húsið tekur allt að 12 manns í gisingu (dýnur) og þar er gott eldhús og snyrtingar. Verð er 25.000 kr. pr/sólarhring. Áhugasamir hafi samband við Jónínu á Gröf í síma: 864 8208. Vinsamlega deilið og látið berast

Kappreiðarmót Skagfirðings

Kappreiðarmót Kappreiðarmót Skagfirðings verður haldið á Sauðárkróki föstudaginn 26.ágúst. Boðið er uppá -150 m skeið-250 m skeið, 300m Brokk-300 m stökk- og 100m skeið og 100m fet. Áætlað er að byrja kl 17:00 á 150 m skeiði. Tekið er við skráningu á itrottamot@gmail.comeinnig er tekið við skráningu á Staðnum. Ekkert skráningargjald !!!!