Myndir frá Skeiðnámskeiði Steina Björns

Í blíðskaparveðri á félagssvæði Skagfirðings var haldið skeiðnámskeið á mánudaginn sl, með Þorsteini Björns reiðkennara á Hólum,  9 manns tóku þátt.  Fyrirhugað er að halda framhaldsnámskeið í júlí. Nánari tímasetning auglýst síðar. 

Áríðandi tilkynning til keppenda Skagfirðings á Fjórðungsmót 2017

Kæru þáttakendur Skagfirðings.  Endilega skoðið þennan póst með hesthúspláss á FM2017 í Borgarnesi.  Ef þið þurfið hesthúsapláss vinsamlegast látið vita í síðasta lagi sunnudaginn 18.júní nk. kl 21:00 hjá Rósu narfastadir@simnet.is  Það hefur komið í ljós að einhver hluti keppenda á væntanlegu fjórðungsmóti Vesturlands hefur nú þegar útvegað sér hesthúspláss í Borgarnesi eða nágrenni. Vegna þess […]

Finnbogi Bjarnason með sæti í landsliði fyrir HM2017

Skagfirðingurinn Finnbogi Bjarnason tryggði sér sæti í landsliðinu í hestaíþróttum eftir úrtökumót landsliðsnefndar og Spretts um liðna helgi. Fjórir aðrir tryggðu sig inn í liðið á mótinu samkvæmt sérstökum reglum eða lykli að vali í landsliðið sem landsliðsnefnd LH gefur út hverju sinni en fjórir heimsmeistarar frá HM2015 munu fá að verja titil sinn. HM […]

Tilkynning frá FM2017 – Skráning í aðrar greinar

Nú er hafin skráning á fjórðungsmót Vesturlands 2017. Félögin sem eiga keppnisrétt á mótinu skulu annast skráningu á sínum keppendum í gæðingakeppni mótsins en ekki keppendurnir sjálfir. Þannig að þeir keppendur sem hafa unnið sér keppnisrétt í gæðingakeppni FM 2017 skulu hafa samband við formann síns félags varðandi skráninguna. Félögin eru einnig ábyrg fyrir greiðslu […]

Tilkynning frá FM2017 – Skráning í aðrar greinar

Nú er hafin skráning á fjórðungsmót Vesturlands 2017. Félögin sem eiga keppnisrétt á mótinu skulu annast skráningu á sínum keppendum í gæðingakeppni mótsins en ekki keppendurnir sjálfir. Þannig að þeir keppendur sem hafa unnið sér keppnisrétt í gæðingakeppni FM 2017 skulu hafa samband við formann síns félags varðandi skráninguna. Félögin eru einnig ábyrg fyrir greiðslu […]

FM 2017 – Skráningar

Þá er komið að skráningu á Fjórðungsmót Vesturlands 2017 og fer hún fram í gegnum SportFeng. En mótið verður í Borgarnesi dagana 28/6 til 2/7 2017 í Borgarnesi. Dagskrá verður send út síðar eða að loknum skráningarfresti þegar hægt verður að tímasetja keppnisgreinar með tilliti til fjölda í hverri grein. En forkeppni í gæðingakeppni öllum […]

„Við látum skella skeið, já , skellum nú á skeið“

Nú yfir heiði háaUm hraun og móa gráa:,:við látum skella skeið:,:Og kærum okkur eigiÞótt einhver karlinn segi::,:og það er þrælareið:,:Halló, halló, halló hallóJá, skellun nú á skeið!Halló, halló, halló hallóJá, skellum nú á skeið Þorsteinn Björnsson verður með skeiðnámskeið mánudaginn 19.júní nk3 í hóp verð 4000 á mann.   áhugasamir skrái sig á skagfirsk@gmail.com  

Ferðanefnd Skagfirðings auglýsir

Stefnt er á að fara þrjár ferðir í sumar á vegum Skagfirðings, tvær stuttar og eina lengri. Jónsmessuferð: Föstudaginn 23. júní. Lagt verður af stað úr Staðarrétt klukkan 18:00, haldið fram Sæmundarhlíð að Skarðsá. Þaðan er haldið í austur, yfir Langholtið og í Torfgarð, þar sem verður grillað. Fólk getur einnig farið sínar eigin leiðir […]