Kvennareiðin 2016
Konur konur konur ! Kvennareið Kvennadeildar Skagfirðings verður farin 12.júlí næstkomandi. Lagt verður af stað kl.18 frá Stapa í Lýtingsstaðahreppi hinum forna og riðið að Lauftúni þar sem verður grillað. Skráning þarf að berast til Söru Gísladóttur í síma 8998031 eða saragisladottir@gmail.com í síðasta lagi 10. júlí. Verð 2500-3000kr.
Feiknasterkur unglingaflokkur að ljúka
Þessir frábæru unglingar láta ekki rigningu og kulda bögga sig.Frábær og sterk forkeppni í unglingaflokki lauk rétt áðan í blautumog svölum Hjaltadalnum. Og ekki klikkuðu okkar stelpur í dag frekar en venjulega. Guðný Rúna Vésteinsdóttir gerði sér lítið fyrir og negldi annað sætið á henni Þrumu fráHofsstaðaseli með einkunina 8,60Ingunn Ingólfsdóttir og Ljóska frá Borgareyrum […]
Veislan í A-flokki var að klárast
Nú rétt í þessu var forkeppni að klárast í A-flokki og okkar fólk stóð sig með prýði.Skagfirðingur mun eiga sex fulltrúa í milliriðli A-flokkskeppinnar. Í topp 30 var Hrannar frá Flugumýri sem Eyrún Pálsdóttir sýnir efstur með 9,06 Þórarinn Eymundar er með Narra frá Vestri-Leirárgörðum í 13.sæti með einkunina 8,70Tóti var líka með hana Brigðu frá Brautarholti og […]
Ungmennaflokkurinn búinn að Ísland enn ósigrað !
Forkeppni í ungmennaflokki er lokið og stóðu okkar snillingar sig frábærlega eins og allirÍslendingar í dag.Finnbogi Bjarnason og Blíða frá Narfastöðum fengu 8,40 og 20. sætið.Ásdís Ósk og Koltinna frá Varmalæk fengu líka 8,40 og enduðu í 22.sætiRósanna Valdimarsdóttir og Sprækur frá Fitjum fengu 8,38 og 24.sætiðSonja Sigurgeirsdóttir og Jónas frá Litla-Dal fengu líka 8,38 […]
Barnaflokkurinn búinn
Barnaflokkurinn var að klárast í þessu og Júlía Kristín Pálsdóttir og Kjarval frá Blönduósier í öðru sæti eftir forkeppni með einkunina 8,86 Þórgunnur Þórarinsdóttir og Gola gamla lentu í 23.sæti með 8,38 Anna Sif Mainka og Ræll frá Hamraendum og Björg Ingólfsdóttir og Reynir frá Flugmýri læddu sér inn í milliriðilinn í 30.sætimeð 8,35 í […]
Fréttir af landsmóti
Forkeppni í B-flokki er lokið og á Skagfirðingur tvo fulltrúa í milliriðli sem fer fram klukkan 18:00á morgun þriðjudag.. B-flokkur forkeppni1 Loki frá Selfossi / Árni Björn Pálsson 9,04 2 Katla frá Ketilsstöðum / Bergur Jónsson 8,93 3 Nökkvi frá Syðra-Skörðugili / Jakob Svavar Sigurðsson 8,90 4 Hringur frá Gunnarsstöðum I / Þórarinn Ragnarsson 8,88 5 Vökull frá Efri-Brú / […]
Íslandsmót yngri flokka í Borgarnesi
Hestamannafélagið Skuggi heldur Íslandsmót yngri flokka í Borgarnesi dagana 14. – 17. júlí n.k. Mun mótsnefndin kappkosta að mótið verði hið glæsilegasta og fari fram við bestu aðstæður sem svæðið býður upp á. Boðið verður upp á hesthúspláss og hey, eins verður seldur spænir á svæðinu. Tjaldsvæði verður frátekið fyrir keppendur þar sem hægt verður […]
Kvennareiðin 2016
Kvennareið Skagfirðings verður farin 12. júlí kl 18:00 Reiðleið verður Stapi – Lauftún. Nánari upplýsingar síðar Kvennadeild Skagfirðings Takið daginn frá konur og verið með fákana klára.
Æfingatímar á Hólum
Æfingatímar Fimmtudagur 23. júní 201608:00 Frjálst08:30 Frjálst09:00 Frjálst09:30 Frjálst10:00 Frjálst10:30 Frjálst11:00 Frjálst11:30 Fákur12:00 Fákur12:30 Fákur13.00 Sprettur13:30 Sprettur14:00 Sprettur14:30 Máni / Brimfaxi15:00 Máni / Brimfaxi15:30 Hörður / Þráinn16:00 Hörður /Þráinn16:30 Hörður / Þráinn17:00 Trausti / Funi17:30 Smári / Háfeti18:00 Léttir / Þjálfi18:30 Léttir / Þjálfi19:00 Sörli19:30 Sörli20:00 Sörli20:30 Neisti / Hornfirðingur 21:00 Faxi / Skuggi21:30 Sleipnir22:00 […]
Frábær árangur Skagfirðingsfélaga í úrtökunni
Ótrúlegur árangur Skagfirðings-félaga í A-flokki. Ljóst er að hestamannafélagið Skagfirðingur mun eiga 12 hesta í A-flokki á Landsmóti á Hólum eftir nýútkominn stöðulista. Sex hestar komust beint inn og aðrir sex af stöðulistanum. Auk þess komst Sina Scholz inn í B-flokk af stöðulista. …Glæsilegur árangur hjá hinu nýja hestamannafélagi! Á síðasta Landsþingi var samþykkt að […]