Skráning er hafin í úrtöku Skagfirðings í A- og B-flokki sem fer fram á Sauðárkróki 1.-2.júní. Riðnar verða tvær umferðir og engin úrslit verða.
Skráningar í Sportfeng:
Fyrri umferð – Úrtaka Skagfirðings A- og B-flokkur
Skráningu lýkur á miðnætti miðvikudaginn 29. maí.
Seinni umferð – Úrtaka Skagfirðings A- og B-flokkur
Skráningu lýkur klukkan 22:00 laugardaginn 1.júní
Inn á Landsmót gildir betri árangur hests úr báðum umferðum. Athugið að þátttakendum er heimilt að taka þátt í hvorri umferð sem er eða báðum.
Skagfirðingur hefur heimild til að senda 5 efstu þátttakendurna í gæðingaflokkum á Landsmót.