Skagfirska mótaröðin var haldin 26. febrúar. Það var mikil þáttaka eða um 70 skráningar og gaman að sjá hvað margir komu á fyrsta mót vetrarins. Greinilegt er að hestamenn eru keppnisþyrstir eftir Covid ástandið. Eyfirðingar og Húnvetningar voru duglegir að mæta ásamt Hólanemum og öðrum Skagfirðingum.
Úrslit kvöldsins voru eftirfarandi:
Barnaflokkur Fjórgangur V5
1. Hjördís Halla Þórarinsdóttir & Flipi frá Bergsstöðum – 6,29
2. Jólín Björk Kamp & Kjarval frá Hjaltastaðahvammi – 5,58
3. Sveinn Jónsson & Taktur frá Bakkagerði – 5,54
4. Sandra Björk Hreinsdóttir & Tvistur frá Garðshorni – 5,41
5. Indriði Rökkvi Ragnarsson & Vídalín frá Grafarkoti – 5,33
Unglingaflokkur Fjórgangur V2
1. Aðalbjörg Emma Maack & Daníel frá Vatnsleysu – 6,47 (vann sætaröðun)
2. Rakel Gígja Ragnarsdóttir & Griffla frá Grafarkoti – 6,47
3. Steindór Óli Tobíasson & Happadís frá Draflastöðum – 6,43
4. Embla Lind Ragnarsdóttir & Mánadís frá Litla Dal – 6,37
5. Þórgunnur Þórarinsdóttir & Taktur frá Varmalæk – 6,03
Ungmennaflokkur V2
1. Svanhildur Guðbrandsdóttir & Aðgát frá Víðivöllum fremri – 6,63
2. Ásta Guðný Unnsteinsdóttir & Gjóla frá Grafarkoti – 6,53
3. Ylfa Guðrún Svafarsdóttir & Gormur frá Köldukinn 2 – 6,50
4. Freydís Þóra Bergsdóttir & Ösp frá Narfastöðum – 6,50
5. Stefanía Sigfúsdóttir & Framtíð frá Flugumýri II – 6,17
Opinn flokkur – 2 flokkur Fjórgangur V5
1. Sonja Líndal Þórisdóttir & Erpur frá Lækjamóti – 6,75
2. Hreinn Haukur Pálsson & Gutti frá Lækjarbakka – 6,46
3. Þóranna Másdóttir & Dalrós frá Dalbæ – 6,04
4. Linnea Sofi Leffler & Stjörnu Blesi frá Hjaltastaðahvammi – 5,58
5. Lára Þorsteinsdóttir Roelfs & Þytur frá Kommu – 5,41
Opinn flokkur – 1. Flokkur Fjórgangur V2
A- úrslit
1. Ísólfur Líndal Þórisson & Kormákur frá Kvistum – 6,90
2. Valgerður Sigurbergsdóttir & Segull frá Akureyri – 6,80
3. Heiðrún Ósk Eymundsdóttir & Nikulás frá Saurbæ – 6,50
4. Birna Olivia Ödqvist & Hvítasunna frá Flagbjarnarholti – 6,47
5. Guðný Margrét Siguroddsdóttir & Reykur frá Brennistöðum – 6,47
B – úrslit
6. Guðmunda Ellen Sigurðardóttir & Flaumur frá Fákshólum – 6,53
7. Sunna Sigríður Guðmundsdóttir & Glóa frá Gröf- 6,53
8. Kathrine Vittrup Andersen & Augsýn frá Lundum II – 6,47
9. Þorsteinn Björn Einarsson & Hnota frá Hofi á Höfðaströnd – 6,33
10. Fanney Dögg Indriðadóttir & Æsir frá Grafarkoti – 6,17
Það var einnig boðið uppá pollaflokk og það var flott þáttaka hjá pollunum okkar og voru þeir flottir að vanda.