Nú er meistaradeild KS að undirbúa næsta keppnistímabil.
Meistaradeild KS er ein af sterkari deildum landsins en þar er keppt bæði í einstaklings- og liðakeppni. Á síðasta ári var það lið Þúfna sem batt enda á sex ára sigurgöngu lið Hrímnis og Mette Mannseth sigraði í einstaklingskeppninni.
Það má búast við því að það verðir spenna í deildinni á komandi vetri og fullvíst að knapar hafi nú þegar hafið undirbúnin. Enginn þarf að láta þessu skemmtilegu deild framhjá sér fara því snillingarnir og fagmennirnir í TindastólTV munu að öllum líkindum halda áfram að sýna frá öllum keppniskvöldunum.
Öll keppniskvöldin fara fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki að undanskilinni keppni í gæðingafimi sem fer fram í Léttishöllinni á Akureyri.
Eitt sæti er laust í deildinni. Þau lið sem eiga þátttökurétt í deildinni þurfa að staðfesta fyrir 31.október hvort þau muni halda áfram.
Þau lið sem eiga þátttökurétt eru:
Þúfur
Hrímnir
Syðra-Skörðugil/ Weierholz
Regulator Complete / Skáney
Equinics
Íbishóll
Leiknisliðið
Ný lið sem áhuga hafa á að koma í deildina þurfa að skila inn umsóknum fyrir 15.nóvember á netfangið unnursigurpals@gmail.com
Umsókninni þurfa að fylgja nöfn liðsmanna og tilnefna einn liðsstjóra.
Það lið sem féll úr deildinni 2020 getur sótt um aftur og fer í pottinn ásamt nýjum liðum sem sækja um.
Liðin verða áfram skipuð 5 liðsmönnum. Í hverri keppnisgrein keppa þrír liðsmenn. Heimilt er að skipa þjálfara en greitt er þá sérstaklega fyrir hann.