Screenshot-2020-12-01-at-14.47.20

Landsþing LH var haldið um síðustu helgi og að þessu sinni var það rafrænt sökum ástands í þjóðfélaginu. 10 fulltrúar frá Skagfirðingi sátu þingið og þökkum við þeim kærlega fyrir þátttöku sína og vinnu á þinginu.

Formannskosning og stjórnarkosning fór fram á laugardeginum en það var Guðni Halldórsson sem fór með sigur í þeim og er nýr formaður LH til næstu tveggja ára. 160 kusu í formannskosningunum og hlaut Guðni 92 atkvæði og Ólafur Þórisson 68 atkvæði.
Ný stjórn LH til næstu tveggja ára er svohljóðandi:
Aðalstjórn: Stefán Logi Haraldsson, Gréta V. Guðmundsdóttir, Sóley Margeirsdóttir, Siguroddur Pétursson, Eggert Hjartarson og Hákon Hákonarson.
Varastjórn: Einar Gíslason, Aníta Aradóttir, Ómar Ingi Ómarsson, Ingimar Baldvinsson og Lilja Björk Reynisdóttir.

Fleiri upplýsingar um þingið hér á þessum link:

https://www.lhhestar.is/is/frettir/nyr-formadur-landssambands-hestamannafelaga

Stjórn Hestamannafélagsins Skagfirðings óskar nýjum formanni og nýrri stjórn innilega til hamingju með kosninguna og hlökkum til samstarfs á næstu tveimur árum. Einnig vill stjórn þakka fráfarandi formanni og stjórn fyrir gott samstarf á liðnum árum.

Guðni Halldórsson nýr formaður LH

Deila færslu