293710636_1759874764365321_3664825908151830584_n

Stjórn Skagfirðings þakkar fulltrúum félagsins á Landsmóti hestamanna fyrir flottar sýningar og prúða framkomu. Við erum stolt af öllum okkar fulltrúum á mótinu og óskum ykkur innilega til hamingju með árangurinn.

Félagið átti þrjá fulltrúa í B-úrslitum í A-flokki en það voru Björg Ingólfsdóttir & Kjuði frá Dýrfinnustöðum (8,75), Guðmar Freyr Magnússon og Rosi frá Berglandi 1 (8,71) og Pétur Örn Sveinsson með Hlekk frá Saurbæ (8,61). Í A-úrslitum voru félagarnir Þórarinn Eymundsson og Þráinn frá Flagbjarnarholti með einkunnina 8,91 og hlutu þar með fjórða sæti í flottum úrslitum.

Í B-flokki ungmenna var Katrín Ösp Bergsdóttir með Ölver frá Narfastöðum (8,31) og í A-úrslitum átti félagið tvo fulltrúa; Freydísi Þóru Bergsdóttir og Ösp frá Narfastöðum (8,49) og Stefaníu Sigfúsdóttir með Lottó frá Kvistum (8,60). Í barnaflokki var Hjördís Halla Þórarinsdóttir í B-úrslitum og stóð sig vel með hestinn sinn Flipa frá Bergsstöðum.

Í skeiðgreinum voru veðuraðstæður ekki upp á sitt besta en Daníel Gunnarsson og Eining frá Einhamri 2 voru í fjórða sæti í 250m skeiði og fóru á tímanum 7,86 í 100m skeiði. Mette Mannseth og Vívaldi frá Torfunesi fóru 100 metrana á 7,76 sekúndum sem var sjöunda sæti.

Í tölti átti Skagfirðingur þrjá fulltrúa; Finnbogi Bjarnason og Katla frá Ytra-Vallholti voru næst inn í B-úrslit með einkunnina 7.37, Þórdís Inga Pálsdóttir og Fjalar frá Vakursstöðum (6.83) og Mette Mannseth með Skálmöld frá Þúfum (6.80). Í fjórgangi voru Mette Mannseth & Skálmöld frá Þúfum (7.17), Eyrún Ýr Pálsdóttir & Veröld frá Dalsholti (7.17) og Lea Busch & Kaktus frá Þúfum (6.97). Í slaktaumatölti voru Mette Mannseth & Blundur frá Þúfum í A-úrslitum (7.63). Í gæðingaskeiði var Guðmar Freyr með Vináttu frá Árgerði í fimmta sæti með einkunnina 7.17 og Bjarni Jónasson með Elvu frá Miðsitju með 6.63, Gisli Gíslason með Trymbil frá Stóra-Ási og Daneíl Gunnarsson með Strák frá Miðsitju.

Sem ræktendur stóðu félagsmenn sig einnig vel, með hátt dæmd hross í öllum aldursflokkum. Skagfirskir stóðhestar stóðu sig vel og tóku fjórir hestar við afkæmaverðlanum. Fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi hlutu Knár frá Ytra-Vallholti (3.sæti) og Lord frá Vatnsleysu (6.sæti). Heiðursverðlaun fyrir afkvæmi hlutu Hrannar frá Flugumýri og Trymbill frá Stóra-Ási.

Einnig hlaut Björg Ingólfsdóttir Øder Cup en það eru sérstök verðlaun til minningar um Einar Øder.

Við óskum ykkur öllum til hamingju með árangurinn.

-Stjórnin

Deila færslu