Laugardaginn 21. nóvember skrifuðu fulltrúar Landsmóts ehf, Hestamannafélagssins Skagfirðings og sveitarfélaganna Skagafjarðar og Akrahrepps undir samning um að Landsmót hestamanna árið 2026 verði haldið á Hólum í Hjaltadal.
Elvar Einarsson er formaður hestamannafélagsins Skagfirðings en hann undirritaði samninga fyrir hönd síns félags. Aðstaðan á Hólum þykir góð og þar er mikið hesthúspláss en Brúnastaðahúsið eitt og sér tekur tæplega 300 hross í stíur.
Við Skagfirðingar hlökkum til 2026.