Hestadagar eru yfir 40 ára gömul hefð á Tröllaskaga, þar sem félagar hestamannafélaganna Svaða (nú í Skagfirðingi), Glæsis og Gnýfara heimsækja hverja aðra, þriðju helgina í ágúst.
Í ár er það helgin 20.-22. ágúst, og það er Glæsir á Siglufirði sem heldur Hestadagana þetta árið. Við Langhúsamenn og vinir munum ríða úr Flókadalnum á föstudeginum, yfir Siglufjarðarskarð. Á laugardeginum skellum við okkur í hópreið og fleira fjör á Siglufirði. Á sunnudeginum verður svo riðið heim í Flókadalinn aftur.