Tilkynning frá Ferðanefnd Skagfirðings:
Nú er upplagt að láta sig hlakka til að ferðast um landið okkar í sumar og því langar okkur að upplýsa um þær ferðir sem eru nú þegar komnar á blað hjá nefndinnil.
Drög að ferðum sumarsins 2020:
Jónsmessuferð í Skessuland, sunnan Hellulands 20. júní.
Dagsferð í Reyki, Reykjaströnd 4. júlí.
Ferð í Merkigil 24. júlí til 26. júlí. Ferðin hefst frá Silfrastaðarétt þann 24. júlí. Riðið inn Kjálkann og yfir Merkigilið. Á laugardeginum riðið inn í Hildarsel og Fögruhlíð ef vill. Sunnudaginn 26. júlí riðið út Lýtingsstaðarhrepp og endar ferðin formlega í Mælifellsrétt.
Ferð í Fjall, Kolbeinsdal 21. ágúst til 23. ágúst. Tilvalið fyrir bændur að þjálfa gangnahestana fyrir göngur.
Hafa skal í huga að allar ferðir sumarsins taka mið af ástandi í þjóðfélaginu hvað samkomur varðar.Endilega látið okkur vita ef þið hafið tillögur að skemmtilegum ferðum, hvort sem þær nýtast þetta sumarið eða bara seinna.