Screenshot 2024-02-15 at 20.27.52

Undanfarið hefur stjórn Hestamannafélagsins Skagfirðings verið að fara yfir félagatalið. Félagssvæðið er stórt og því eru margir félagsmenn í félaginu.

Við hvetjum hestamenn á svæðinu sem nýta sér reiðvegi, keppnissvæði, reiðhöll, skeiðbása, áningarhólf, aðstöðu og aðra þjónustu sem félagið stendur að til þess að gerast félagsmenn í félaginu okkar.

Hægt er að skrá sig í félagið með því að senda póst á gjaldkeri@skagfirdingur.is ✨ Félagsgjald er 9.000.- fyrir 18 – 67 ára en frítt fyrir aðra.

Nú er tækifæri að slást í hóp okkar Skagfirðingsfélaga, styðja við það flotta starf og þá þjónustu sem Skagfirðinugur veitir árið um kring.

Áfram Skagfirðingur 💥

Deila færslu