Eiðfaxi er tímarit hestamanna og eini prentmiðillinn á Íslandi sem snýst bara um hestamennsku. Efnistökin eru fjölbreytt enda eru áhugasviðin innan hestamennskunnar mörg og aldursbilið breitt. Sögunum af fólkinu sem við hittum viljum við koma til þín. Í Eiðfaxa. Fjórum sinnum á ári og að auki fá áskrifendur ávísun fyrir Stóðhestabók Eiðfaxa sem kemur út í apríl og árbók Eiðfaxa í desember.
Eiðfaxi óskar eftir samstarfi við hestamannafélögin í landinu og þá sérstaklega æskulýðsnefndirnar, og vill þannig styðja við æskulýðsstarf hestamanna á Íslandi og um leið efla blaðið enn frekar. Fyrir hverja áskrift sem félagið þitt safnar, fær æskulýðsnefndin 5.000 kr. í styrk.
Áhugasamir hafi samband inn á skagfirsk@gmail.com og tilgreini þar nafn áskrifanda, kennitölu, heimilisfang, netfang og símanúmer.
Með þessu framlagi er hægt að efla starfsemi æskulýðsdeildarinnar enn fremur og viljum við þakka öllum þeim sem hafa áhuga á þessu framlagi.