Á upplýsingafundi stjórnvalda sem fram fór nú í hádeginu voru næstu skref vegna Covid-19 veirunnar kynnt. Þann 4.maí næstkomandi verður samkomubanni breytt á þann hátt að í stað þess að hámarksfjöldi samkoma verði miðað við 20 einstaklinga, eins og nú er í gildi, verður þeim fjölgað í 50. Búist er við því að þessar takmarkanir gildi til þriggja vikna frá 4.maí.
Þá verða áfram takmarkanir á íþróttastarfi og verða íþróttaæfingar/leikir utandyra miðaðir við að hámarki fjóra einstaklinga.
Búast má því við einhverjum breytingum á mótahaldi hjá hestamannafélögum, allaveganna í maí.
Fylgist vel með framgangi mála hjá Skagfirðingi inn á www.skagfirdingur.is en þar verða allar fréttir og tilkynningar af mótahaldi félagsins settar inn. Einnig gott að fylgjast með fésbókarsíðu félagsins https://www.facebook.com/Skagfir%C3%B0ingur-hestamannaf%C3%A9lag-220545988298214