Námskeið Skagfirðings fyrir börn, unglinga og ungmenni
Almennt reiðnámskeið fyrir yngri félagsmenn – Haust’24
Almennt reiðnámskeið fyrir polla og börn verður kennt á laugardögum á haust -og vorönn. Námskeiðið er fyrir knapa tíu ára og yngri eða knapa með litla reynslu.
Reiðkennarar: Gloria Kucel, Herjólfur Hrafn Stefánsson og Kristófer Darri Sigurðsson
Námskeiðið er hópaskipt og er hver kennslustund 30 mín.
Námskeiðið er frá 26.okt – 7.des
Almennt reiðnámskeið fyrir börn og unglinga – Haust’24
Almennt reiðnámskeið fyrir börn/unglinga. Kennt veður tvisvar í viku bæði á haustönn og vorönn. Markmið námskeiðsins er að efla kjark, jafnvægi og samspil knapa og hests. Námskeiðið er fyrir reynslumeiri knapa tíu ára og eldri. Kennt verður á mánudögum & miðvikudögum í reiðhöllinni Svaðastöðum.
Reiðkennarar: Unnur Rún Sigurpálsdóttir, Finnbogi Bjarnason, Ingunn Ingólfsdóttir, Viktoría Eik Elvarsdóttir og Julian Veith.
Námskeiðið er hópaskipt og er hver kennslustund 30 mín.
Námskeiðið er frá 23.okt – 7.des
Keppnisnámskeið börn/unglinga/ungmenni
Markmið keppnishópsins er að ná saman öllum þeim Skagfirðings börnum, unglingum og ungmennum sem áhuga hafa á keppni á komandi tímabili. Námskeiðið er fyrir alla hvort sem þið eruð að stíga ykkur fyrstu skref í keppni eða eruð virkir keppendur.
Reiðkennarar eru Unnur Rún Sigurpálsdóttir og Finnbogi Bjarnason. Bæði eru þau útskrifaðaðir reiðkennarar frá Háskólanum á Hólum og hafa starfað við reiðkennslu síðan.
Kennslan verður í formi einkakennslu – 30 mín einkatímar og bóklegir tíma frá janúar – maí.
Fyrirkomulag kennslu er ákveðið í samráði reiðkennara og nemanda.
Ásetunámskeið 1
Áseta knapans er eitt því mikilvægasta sem hann þarf að tileinka sér. Knapi í góðu jafnvægi notar skilvirkari ábendingar til að stjórna hestinum og bætir öryggi. Kosturinn við ásetuæfingar í hringtaum er að knapinn getur einbeitt sér að sínum eigin líkama og ásetu án þess að þurfa að stjórna hestinum.
Á námskeiðinu gerum við æfingar á hesti með það að markmiði að bæta líkamsstöðu og -vitund okkar á hestbaki sem og í daglegu lífi. Námskeiðið eru tveir tímar 16 & 18.september.
Vetrarmót
Vetrarmót eru haldin eftir áramót. Reiðkennari verður á staðnum hvert mót og aðstoðar keppendur við upphitun. Öll vetrarmót bjóða upp á polla, barna, unglinga og ungmennaflokk.
Í hestaíþróttum öðlast knapar keppnisrétt á 10.ári og yngri knapar velkomnir í pollaflokkinn.