Á föstudagskvöldið sl. hélt 60+ hópurinn mikila og glæsilega hrossakjötsátveislu í Tjarnarbæ.
Fjölmenntu félagar Skagfirðings til veislunnar og tóku vel til matar síns.
Halli í Enni lagði til saltaða folaldsmeri, feita og fína, og var það mál manna að betra hrossakjöt væri vanfundið, afbragðsvara, bragðgott og feitt.
Að loknum málsverði las höfðinginn á Enni uppúr óútgefinni sjálfsævisögu sem vakti að vonum mikla gleði og kátínu.
Bestu þakkir fyrir skemmtilega kvöldstund og vonandi verður þetta eitthvað til að hlakka til að ári.