hestaferð_002.JPG

Dagsetningar ferða 2018

Ferðanefnd Skagfirðings kom saman til fundar í gær til að kortleggja sumarið.

Efnt verður til þriggja hestaferða á vegum nefndarinnar, mis langra.

Ekki er búið að ganga frá áfangastöðum enn en dagarnir verða sem hér segir:


Laugardaginn 23. júní — Jónsmessuferð.

Föstudagur til sunnudags 27. – 29. júlí — Stóra ferð.
Sunnudagurinn 5. ágúst — Kirkjuferð

Fjórða ferðin sem félagsmönnum stendur til boða eru Hestadagar sem haldnir verða á Ólafsfirði í ágúst, líklega 17. – 19. ágúst. Farið yfir Lágheiði. Sveinn Einarsson er í forsvari með þá ferð.

Takið dagana frá og mætið glöð í sinni.
https://www.youtube.com/watch?v=9K2RYAEQYHg

hestaferð 002

Deila færslu