Námskeið í sköpulagi hrossa með Þorvaldi Kristjánssyni á vegum hestamannafélagsins Skagfirðings
Markmið námskeiðsins er að bjóða upp á ítarlega fræðslu um þau atriði sem horft er til þegar eiginleikar byggingar eru metnir og hvernig þeir eru dæmdir.
Einnig verður farið yfir tengsl byggingar og hæfileika og það hvernig best er að stilla hrossi upp fyrir byggingardómi.
Námskeiðið byggir að hluta til á fyrirlestrum en áhersla verður lögð á verklegar æfingar.
Námskeiðið er frá 10:00 – 15:30. Laugardaginn 21.april nk.
Fyrirlestrar fara fram í Tjarnarbæ og verklegar æfingar í reiðhöllinni Svaðastöðum.
Þáttökugjald er 12.000 kr.
Skráning sendist á netfangið ee@rml.is
Síðasti skráningardagur þriðjudagurinn 17. apríl.
Nánari upplýsingar veita Eyþór 862-6627 og Helga Rósa 865-4247