Kæru þáttakendur Skagfirðings.
Endilega skoðið þennan póst með hesthúspláss á FM2017 í Borgarnesi.
Ef þið þurfið hesthúsapláss vinsamlegast látið vita í síðasta lagi sunnudaginn 18.júní nk. kl 21:00 hjá Rósu narfastadir@simnet.is
Vegna þess er hér með óskað eftir því að forsvarsmenn félaga komi á framfæri beiðnum um hesthúspláss fyrir þá félagsmenn sem þess þurfa í síðasta lagi á miðnætti sunnudaginn 18/6 nk. þ.e. þegar skráningarfresti lýkur. Forsvarsmenn félaganna þurfa því að athuga hvaða keppendur frá þeim kann að vanta hesthúspláss. Framkvæmdanefnd mun þá liðsinna viðkomandi varðandi hesthúspláss í Borgarnesi eða nágrenni eftir því sem hægt verður.
Þeir sem ekki verður búið að óska eftir hesthúsplássi fyrir í síðasta lagi 18/6 nk. geta ekki vænst þess að fá aðstoð við útvegun á plássi. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að það verður aðeins útvegað hesthúspláss fyrir hross sem keppa á mótinu eða verða sýnd þar.
Hestar sem keppa t.d. í forkeppni á miðviku- eða fimmtudegi en komast ekki í úrslit þurfa að fara úr hesthúsum í Borgarnesi hafi þeir verið þar. Þetta er nauðsynlegt til að rýma fyrir hrossum sem koma síðar á mótið. Þess er því vænst að þessi hross fari til síns heima eða út fyrir Borgarnes og er það á ábyrgð umráðamanna þeirra að útvega pláss fyrir þau þegar hrossin hafa lokið keppni.
Það skal tekið fram að miðað er við að keppendur úr Mýra- og Borgarfjarðarsýslum (fyrir utan þá sem eiga hesthús í Borgarnesi) muni ekki þurfa á hesthúsplássi að halda nema í undantekningartilfellum.
f.h. framkvæmdanefndar
Ingi Tryggvason formaður
s. 860 2181