aeskan-238x178.jpg

Frétt fengin af www.hestafrettir.is 
aeskan 238x178

Meistaradeild æskunnar og Lífland undirrituðu samning þar sem Lífland verður aðal styrktaraðili
mótaraðarinnar og mun deildin heita Meistaradeild Líflands og æskunnar.
Samningur þess efnis var undirritaður í dag og bauð Lífland öllum 50 keppendunum í
verslun sína í því tilefni og gátu keppendur verslað hestavörur á verulega góðum afslætti.
Þórir Haraldsson undirritaði samninginn fyrir hönd Líflands og gat hann meðal annars þess að það
væri heiður fyrir Lífland að styrkja unga hestamenn til frekari afreka í hestamennskunni. Aðstandendur keppninnar þakka Þóri og Líflandi kærlega fyrir stuðningin.


Sjá myndband https://www.youtube.com/watch?v=WwiySQRluL0#action=share 

Meistaradeild Líflands og æskunnar er mótaröð þar sem keppa tíu lið
með fimm liðsmenn innanborðs og er deildin bæði liðakeppni og einstaklingskeppni.
Mótin verða fimm í vetur og hefjast leikar þann 19. febrúar nk. með keppni í fjórgangi.
Að sjálfssögðu verður frítt inn á öll mótin sem fara fram í TM-Reiðhöllinni og hvetjum við
alla til að fylgjast vel með í vetur og styðja þessa ungu og duglegu hestamenn í sinni íþrótt því að þeir eru framtíðin.

Deila færslu