Skagfirska mótaröðin í hestaíþróttum fer senn af stað en fyrsta mót vetrarins verður haldið þann 15. febrúar í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki. Keppt verður þá í léttum fjórgangi & léttu tölti fyrir börn, unglinga & ungmenni.
Mótin verða eftirfarandi:
15. feb. – Léttur fjórgangur & létt tölt – börn, unglingar & ungmenni
1. mars – Léttur fjórgangur & létt tölt – 1,2,3 flokkur
15. mars – T3, V2 & F2 – börn, unglingar & ungmenni
29. mars – T3, V2 & F2 – 1,2,3 flokkur
12. apríl – þrautabraut & skeið – allir flokkar
19. apríl – Sterkustu norðlendingarnir. Þar eiga þátttökurétt knapar úr eftirfarandi deildum: KEA deildin, Húnvetnska mótaröðin & Skagfirska mótaröðin. Þátttökurétt á þessu móti eiga efstu fjórir knapar í hverri grein (þ.e fjórgangur, fimmgangur, tölt & skeið) samtals fjórir knapar í hverri grein. Efstu tveir knaparnir keppa í A-úrslitum og næstu tveir knapar keppa í B-úrslitum.