Alls bárust nítján umsóknir um að taka þátt á sýningu ræktunarbúa á Landsmóti, varð því að draga um hver þeirra fengi að taka þátt, þar sem aðeins tíu pláss eru í boði. Mörg Skagfirsk ræktunarbú voru í pottinum, en einnig frá flestum öðrum landshlutunum líka, sem er mjög ánægjulegt.
En þau tíu bú sem verða með á sýningunni eru:
- Gunnarsstaðir
- Hafsteinsstaðir
- Leirubakki
- Vatnsleysa
- Íbishóll
- Ytra Vallholt
- Efri-Rauðalækur
- Varmilækur
- Kjarnholt I
- Berg
Að auki voru tvö varabú voru dregin sem næstu inn á listann ef einhverjir draga sig tilbaka, en það eru:
- Stóra-Vatnsskarð
- Fet