Þá er 64. Landsþingi Landssambands hestamannafélaga lokið. Fyrir þinginu lágu 40 mál. Þingforseti var Valdimar Leó Friðriksson. Þingið fór afskaplega vel fram og á Borgfirðingur hrós skilið fyrir skipulagningu og umgjörð.
Kjörin var stjórn til næstu tveggja ára. Unnur Rún Sigurpálsdóttir úr Hestamannafélaginu Skagfirðingi var ein hinna kjörnu og situr til ársins 2026. Linda Björk Gunnlaugsdóttir úr hestamannafélaginu Spretti var rétt kjörinn formaður og tekur hún við af Guðna Halldórssyni.

Stjórn LH 2024-2026 skipa:
– Þórhildur Katrín Stefánsdóttir, hestamannafélaginu Hornfirðingi (173 atkvæði)
– Unnur Rún Sigurpálsdóttir, hestamannafélaginu Skagfirðingi (172 atkvæði)
– Ólafur Gunnarsson, hestamannafélaginu Jökli (170 atkvæði)
– Sóley Margeirsdóttir, hestamannafélaginu Geysi (163 atkvæði)
– Ólafur Þórisson, hestamannafélaginu Geysi (157 atkvæði)
– Sveinn Heiðar Jóhannesson, hestamannafélaginu Sörla (118 atkvæði)
Veitt voru gullmerki LH. Tveir félagsmenn Skagfirðings voru meðal þeirra átta sem fengu merkið í ár en það voru þau Jónína Stefánsdóttir og Guðmundur Sveinsson. Stjórn Skagfirðings óskar þeim innilega til hamingju og þakkar þeim í leiðinni kærlega fyrir störf sín fyrir okkur hestamenn.
Skagfirðingur átti níu þingfulltrúa en hluti af stjórn ásamt félagsmönnum mættu á þingið fyrir hönd félagsins.Hér að neðan má sjá nafnalista af þeim þingfulltrúum sem sóttu þingið fyrir hönd félagsins:
Elvar Einarsson (formaður), Unnur Rún(stjórn), Sigurlína Erla Magnúsdóttir (stjórn), Guðmundur Þór Elíasson (stjórn), Heiðrún Ósk Jakobínudóttir (formaður æskulýðsdeildar), Jóhanna Heiða Friðriksdóttir (æskulýðsdeild) Hinrik Már Jónsson, Þórarinn Eymundsson, Sigurður Heiðar Birgisson.
Stjórn þakkar kærlega fyrir þann tíma sem þingfulltrúar lögðu í verkefnið og þeirra mikilvæga framlag til samtalsins á þinginu. Næsta þing muna fara fram árið 2026 hjá Létti á Akureyri.
