Frá formanni
Það eru forréttindi að fá að vinna með börnum og unglingum.
Það eru forréttindi að fá að taka þátt í uppbyggingu
æskulýðsdeildar í hvaða íþróttagrein sem er.
Það eru forréttindi að fá að hafa áhrif á unga fólkið okkar,
hlusta á þau og kenna þeim.
Það eru forréttindi að vinna ár eftir ár með fólki sem er tilbúið
að leggja á sig mikla vinnu til að krakkarnir okkar eigi góðar
minningar og verði öflugir einstaklingar í leik og starfi.
Ég er þeirrar gæfu að njótandi að fólkið mitt sem situr með mér í deildinni er duglegt,
óeigingjarnt og tilbúið að leggja á sig ómælda vinnu við skipulag og framkvæmd á
æskulýðsstarfinu sem fer fram í hestamannafélaginu okkar. Engin nefnd innan
íþróttafélaganna er sterkari en fólkið sem í henni situr.
En hvað þarf til að fólk sé tilbúið að leggja sitt af mörgum í félagsstarfi?
Jú, það þarf að vera gaman. Það þarf að hlusta á fólkið og ræða hlutina. Það þarf líka að
skipta verkum milli fólks og virkja það, því flestir eru tilbúnir að hjálpa ef það veit hvert
verkefnið er og fær leiðbeiningar. Það þarf líka að muna að þakka fólki fyrir, gera eitthvað
skemmtilegt saman og hlægja.
Við í félaginu okkar erum svo heppin að hafa aðgang að breiðum hópi reiðkennara. Þeir sem
hjá okkur starfa eru framúrskarandi þegar kemur að æskulýðsmálum, þau eru hugmyndarík
og ná svakalega vel til krakkanna, vinna vel saman og það gerir það að verkum að krakkarnir
vilja koma ár eftir ár.
Æskulýðsstarf er kerfjandi starf en uppskeran er margföld þegar maður sér krakkana brosa,
ná markmiðum sínum og búa til minningar sem fylgja þeim alla ævi.
Ég er þakklát fyrir fólkið sem hjálpar mér að ýta starfinu okkar upp og áfram sem og stjórn
Skagfirðings og nefndarmönnum að treysta mér til að leiða starfið.
Takk fyrir mig.
Heiðrún Ósk
Hér má lesa skýrsluna í heild sinni