Aðalfundur Hestamannafélagsins Skagfirðings verður haldinn í Tjarnabæ þriðjudaginn 14. mars nk. kl. 18:00
Dagskrá aðalfundar
- Setning aðalfundar
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar
- Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
- Lagabreytingar
- Kosning aðalstjórnar og varamanna
- Kosning skoðurnarmanna
- Kynning og kosning nefnda félagsins
- Ákvörðun félagsgjalds
- Önnur mál
Kjósa á um 2 stjórnarmenn í aðalstjórn til tveggja ára, 2 varamenn og 2 skoðunarmenn reikninga til eins árs.
Eftirtaldar nefndir eru starfandi á vegum félagsins:
Ferðanefnd
Firmanefnd
Hverfisnefnd
Húsnefnd Tjarnabæjar
Kvennanefnd
Reiðveganefnd
Árshátíðarnefnd
Umsjónarmenn Torfgarðs
Æskulýðsnefnd
60+ nefndin
Vinabæjarnefnd
Vallarnefnd
Fræðslunefnd
Tölvu- og fjölmiðlanefnd
Íþróttamótsnefnd
Gæðingamótsnefnd
Skeiðmótanefnd
Vetrarmótanefnd
Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta.
Kveðja stjórnin