318203772_641150131133471_5227339410466695755_n

Fræðslunefnd þakkar Þórarni og öllum sem fram komu kærlega fyrir skemmtilega og fræðandi sýnikennslu. 

Þar var farið á fjölbreyttan hátt yfir grunn atriði í þjálfun, allt frá lítið tömdum fola og stig af stigi með auknum aldri hesta upp í mikið taminn keppnishest, en alls 8 hestar komu fram á kvöldinu. Þórarinn lagði m.a. mikla áherslu á rétta og góða sveigju allra hestanna, léttleika, framhugsun og einfalda svörun grunnábendinga.

Auk Þórarins, átti Fanney Gunnarsdóttir reiðkennari flottar sýnikennslur með sömu áherslum. Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, Hjördís Halla Þórarinsdóttir og Þórgunnur Þórarinsdóttir komu fram með hesta sem þau hafa verið að þjálfa á misjöfnum aldri og stigi þjálfunar til að sýna á fjölbreyttan hátt uppbyggingu reiðhestsins, þar sem Þórarinn útskýrði og kenndi þeim í beinni.

Að lokum kom Þórarinn með Þráinn frá Flagbjarnarholti og rammaði inn atriði kvöldsins í einum og sama hestinum. Það var vel mætt, vel yfir 100 manns og góð stemning í höllinni. Við þökkum aftur öllum sem fram komum og sérstaklega Þórarni fyrir rausnarlegt framlag sitt til Reiðhallarinnar Svaðastaða og Hestamannafélagsins Skagfirðings.

Hér eru nokkrar myndir frá kvöldinu.

Deila færslu