Uppskeruhátíð æskulýðsdeildar Skagfirðings 14.október 2022
Allir iðkendur sem mættu fengu medalíur ásamt því að pollarnir okkar tóku við verðlaunum fyrir keppnisárið.
Í barnaflokki voru tilnefnd Hjördís Halla Þórarinsdóttir, Sveinn Jónsson og Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir. Hjördís Halla Þórarinsdóttir var útnefnd sem knapi ársins í barnaflokki 2022 en hún keppti á hestinum sínum Flipa frá Bergsstöðum í sumar með frábærum árangri en þau riðu B-úrslit í barnaflokki á Landsmóti, urðu í 2.sæti í fjórgangi og Íslandsmeistarar í tölti! Ásamt því kom hún efst inn af Skagfirðingum á Landsmót í sínum flokki og hlaut 8,79 á félagsmóti. Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir keppti á Ronju frá Ríp 3 en þær komstu í milliriðil á Landsmóti og hlutu 8,41 í úrtöku félagsins á þeirra fyrsta keppnisári saman! Sveinn Jónsson var með hestinn sinn Takt frá Bakkagerði í keppni í sumar og enduðu þeir rétt utan við milliriðil.
Í unglingaflokki voru tilnefnd Kristinn Örn Guðmundsson, Fjóla Indíana Sólbergsdóttir og Þórgunnur Þórarinsdóttir. Þórgunnur Þórarinsdóttir var útnefnd sem knapi ársins í unglingaflokki en hún átti frábært sumar með ýmis hross en fyrst má nefna Hnjúk frá Saurbæ þar sem þau riðu sig í milliriðil á Landsmóti og urðu tvöfaldir Íslandsmeistarar í tölti og fimi. Einnig varð hún í öðru sæti í flugskeiði og fimmta sæti í gæðingaskeiði með Gullbrá frá Lóni á Íslandsmóti. Kristinn Örn Guðmundsson keppti á Vígablesa frá Djúpadal á Landsmóti og Fjóla Indíana Sólbergsdóttir keppti á Tínu frá Hofi á Höfðaströnd í unglingaflokki og áttu þær glæsisýningu á Landsmóti og hlutu þar 8,49 í einkunn og sæti í milliriðli.
Glæstilegir knapar sem eiga framtíðina fyrir sér !
Við hlökkum til að fylgjast með þeim áfram og erum afar stolt að geta kallað þau „krakkana okkar“ !