193685894_108448544778967_8115829446626301920_n

LH – félagi ársins eru hvatningarverðlaun fyrir sjálfboðaliða og félaga hestamannafélaga sem vinna fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu hestamennskunnar.

Óskað er eftir að hvert og eitt hestamannafélag tilnefni félaga ársins innan sinna raða og sendi tilnefninguna til LH ásamt rökstuðningi fyrir valinu. Einnig hvetjum við félögin til að verðlauna þann einstakling sem verður fyrir valinu hjá þeim sem félaga ársins.

Við hvetjum félaga Skagfirðings til þess að senda inn tilnefningar á netfangið tolvunefnd@gmail.com fyrir 23feb nk. Skagfirðingur mun svo senda tilnefningu til LH fyrir 1.mars.

Skipuð hefur verið nefnd sem velur fimm félaga úr innsendum tilnefningum, sem kosið verður um í netkosningu á vef LH um miðjan mars/byrjun apríl.
Í nefndinni sitja:
Berglind Karlsdóttir, framkvæmdastjóri LH
Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir, formaður æskulýðsnefndar
Einar Gíslason, formaður keppnisnefndar
Gréta V. Guðmundsdóttir, stjórnarmaður í LH
Lilja Björk Reynisdóttir, varamaður í stjórn LH

Deila færslu