UMFÍ hefur gefið það út að allar íþróttaæfingar hjá öllum íþrótta – og æskulýðsfélögum landsins skulu falla niður á meðan samkomubann er í gildi.
Sjá hér frétt: http://umfi.is/utgafa/frettasafn/allt-ithrottastarf-fellur-nidur/
Við í stjórn Æskulýðsdeildar og reiðkennarar munum að sjálfsögðu fara eftir þeim tilmælum og verður því engin reiðkennsla á vegum deildarinnar á meðan samkomubann er í gildi.
Hér er linkur inn á litabók íslenska hestsins sem LH hefur gefið út sem getur stytt stundir á þessum óvissutímum; https://www.lhhestar.is/is/aeskan/litabok-islenska-hestsins
Reiðkennarar deildarinnar vilja koma því á framfæri að iðkendur haldi áfram að þjálfa og fara á hestbak eftir bestu getu, bæði yngri sem eldri. Ekki hika við að hafa samband við stjórn Æskulýðsdeildar eða reiðkennara ef einhverjar spurningar eða vangaveltur vakna.